--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 föstudagur, október 26, 2007  

Ætli það sé ekki kominn tími á smá bloggfærslu. Litla daman er mánaðargömul í dag og hefur gengið mjög vel með hana hingað til :o)

Í byrjun þessarar viku fór ég að fara með Alexander í skólann og sækja hann. Það hefur verið hreint út sagt algjört hell því það tekur AÐEINS 3½ tíma að fara með hann og sækja hann svo aftur á hverjum einasta degi!! ég gerði mér enganveginn grein fyrir því hversu erfitt þetta myndi verða áður en ég fór út í þetta. Ég hef aldrei pælt í því að það er enginn með barnavagna hvorki í lestunum né strætó svona snemma á morgnana, þar sem að við höfum alltaf hjólað í skólann. Það er svo gríðalega mikill fjöldi af fólki sem notar samgöngurnar að það er bara ekki pláss fyrir vagninn. Maður þarf að bíða eftir næstu lest og næstu og næstu til að sjá hvort að það sé pláss fyrir mann og svo er það bara að troða sér áfram...algjör vitleysa! og svo er þetta eins með strætó...þetta hefur bara kallað fram stress og þreytu hjá mér og er ég engan veginn að höndla þetta. Svo allt í einu í gær mjólkaði ég bara nánst sem ekkert. Ég var algjörlega úrvinda og var hreinlega ekki að geta meira. Skildi ekkert í því hvað væri að gerast því ég mjólka mjög vel undir venjulegum kringumstæðum fyrir litluna en núna var líkama mínum greinilega nóg boðið. Þannig að núna höfum við ákveðið að ég verði að hvíla mig fyrstu mánuðina og taka því rólega ef ég ætla að halda brjóstagjöfinni áfram. Mitt plan er að reyna að vera með hana á brjósti í 9 mánuði ef að allt gengur upp. Ég talaði við nágranna okkar sem eru með strákinn sinn í sama skóla og Alexander og spurði þau hvort að það væri mögulegt að Alexander gæti fengið að fara með þeim á morgnana og þau sögðu að það væri nú minnsta málið þar sem að þeim munar ekkert um það. Svo ætlar Orri að vera duglegur að sækja hann á daginn þannig að þetta ætti að vera allt annað líf núna. Ég er svo fegin að orð fá því ekki lýst! þvílíkur léttir að vera ekki að standa í þessu á meðan að litla er svona lítil og engin svefnrútína komin á hana ennþá. Maður á hreinilega bara að gefa sér tíma á meðan að krílin eru svona lítil. Það er ekkert hægt að láta þau sofa klukkan þetta til þetta heldur stjórna þau manni algjörlega.
Ég fór einmitt að spá í því að ég hef ekki fengið almennilegan nætursvefn í um mánuð því hún vaknar oft á nóttunni og fær að drekka og stundum þarf að skipta á henni líka. Maður var gjörsamlega búinn að gleyma öllu þessu...en fyrir 9 árum var ég heldur ekki með tvö börn og heimili þannig að það er ekki beint hægt að miða við það....já það tekur sinn tíma að aðlagast nýjum að stæðum...

En nóg um barnamálin í bili...

Við erum búin að ákveða að fara til Íslands um jólin. Ég, Alexander og litla komum til landsins þann 12.desember en Orri mun koma 21.des. Við ætlum að fara vestur 14.des því afi Ingólfur á afmæli 16.des og verður karlinn áttræður hvorki meira né minna og finnst mér það vera ansi góð ástæða til þess að fara heim og fagna því með honum :) Við munum svo fara suður þann 21.des og vera fyrir sunnan yfir jól og áramót. Það verður svo skírt þann 30.des í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ :) Við fundum nafnið á meðgöngunni og þegar sú stutta kom í heiminn fannst okkur það passa svo vel við hana þannig að það var ákveðið þá að hún mun fá það nafn :) Það má náttúrulega ekkert segja fyrr en í skírninni þannig að þið verðið bara að bíða þolinmóð þangað til ;) Aðeins þeim nánustu verður boðið og svo verður veisla heima hjá tengdó í Mosó eftir skírnina... Þar sem að við erum ekki búin að segja Alexander frá því að við erum að fara heim vil ég biðja ykkur um að hjálpa okkur að halda þessu leyndu fyrir honum. Hann á það nefnilega til að verða mjög spenntur við að heyra svona fréttir :o) Þangað til næst....

Posted by: Sandra @ 19:08

sunnudagur, október 07, 2007  

Núna er litla orðin 11 daga gömul og gengur bara ótrúlega vel með hana. Hún er svo vær að það er ekki hægt að kvarta neitt. Við erum byrjuð að fara aðeins út með hana í vagninn sem er alveg ótrúlega hressandi. Ég er bara búin að vera nánast heima síðan að hún fæddist og er maður orðinn nett myglaður á inniverunni. Það er líka ennþá svo hlýtt úti og undanfarið hefur verið sól þannig að það er mjög gott að skella sér út í góða veðrið. Annars hef ég ekki mikinn tíma til þess að vera að sinna blogginu þessa dagana. Ætla mér ekki að vera að stressa mig yfir því að vera að skrifa hérna inn, heldur ætla ég að reyna að frekar að vera dugleg að setja inn myndir á barnaland þegar tími gefst til, þar sem að allir vilja sjá fleiri myndir.

Ég var að einmitt að setja inn nýjar myndir inn á barnaland rétt í þessu. Fleiri myndir koma inn þegar að ég hef meiri tíma. Ætla bara að hafa þetta stutt í bili..bara rétt að láta vita að allt gangi vel :o) Erum að fara í afmæli til Sonju núna, þannig að ég verð víst að fara að hafa okkur mæðgurnar til svo við mætum á réttum tíma...

Posted by: Sandra @ 13:55
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4