[ Lífið í Køben ] | ||
|
Í dag koma mamma og pabbi í heimsókn. Þau eru fyrstu gestirnir sem koma í heimsókn frá Íslandi eftir að litla fæddist. Þau ætla að stoppa í 10 daga hjá okkur og ætla þau einnig að skreppa yfir til Gautaborgar yfir eina nótt í heimsókn til vinafólks síns. Planið er að fara í jólatívolí, kíkja á jólabæ sem er fyrir utan borgina og bara hafa það huggulegt. Orri og pabbi ætla svo að vinna eitthvað í húsinu en það er allt komið á fullt þar. Undanfarnar vikur hefur Orri verið mikið að vinna í húsinu og voru dagarnir þannig að hann fór í vinnu á morgnana og svo beint í húsið eftir vinnu. Svo var hann koma heim seint á kvöldin. Þessu þurfum við víst að venjast því svona verður þetta þangað til að við munum flytja inn í húsið. Talandi um húsið að þá erum við búin að breyta plönunum aðeins með það. Við ætlum að taka kjallarann í gegn fyrst og búa til 2 íbúðir þar, flytja svo inn í eina og leigja hina út. Þannig mun það vera á meðan að hinar tvær hæðirnar verða teknar í gegn. Ef allt gengur upp þá getum við vonandi flutt inn í vor :) en þetta mun allt koma í ljós með tímanum. Annars gleymdi ég víst að skrifa það í síðustu færslu að við eigum pantað flug aftur heim þann 3. jan. Við munum gera okkar besta og reyna að hitta eins marga og við getum á meðan við erum á Íslandi. En þar sem að við erum bíllaus þá gæti það verið smá vesen að fara á milli staða þannig að ég vona að sumir geta komið í heimsókn til okkar..en við finnum út úr því þegar við komum. En núna þarf ég að klára að þrífa áður en við förum að sækja gamla settið á flugvöllinn... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|