[ Lífið í Køben ] | ||
|
Fallega stelpan okkar fékk nafnið Máney Mist í dag :o)
Við erum ótrúlega ánægð með daginn, þetta var alveg yndislegur dagur, þrátt fyrir brjálað veður á höfuðborgarsvæðinu...en þetta reddaðist allt. Það var útlit fyrir að við myndum bara skíra heima en veðrið breyttist sem betur fer þannig að á endanum var skírt var í Lágafellskirkju :)
![]() ![]() ![]() Nú eru aðeins 3 dagar í það að við komum heim á klakann. Tíminn flýgur svoleiðis áfram að maður er á fullu alla daga við að undirbúa ferð okkar heim. Það verður ansi gott að komast í frí heim og slappa aðeins af. Slappa af segi ég nú..það er spurning hversu mikið maður á eftir að slappa af...En maður losnar allavega við að þrífa heimilið, setja í þvottavél og elda mat..það er afslöppun að þurfa ekki að gera það á hverjumdegi. Við erum búin að versla nánast allar jólagjafirnar og svo þarf ég bara að framkalla myndirnar fyrir jólakortin í ár, en við erum að bíða eftir að ljósmyndarinn lagi þær aðeins. Þeir sem hafa farið inn á barnaland hafa eflaust skoðað myndirnar sem Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók. Við erum ekkert smá ánægð með þær, hún er alveg ótrúlega fær ljósmyndari. Talandi um myndir sem hún hefur tekið þá hefur Hildur nágranni sett myndirnar af mér og Eyrúnu á forsíðuna á heimasíðunni sinni..þið getið skoðað síðuna hennar hérna. Fyndið að hugsa til þess að þessar myndir hafi verið teknar í maí á þessu ári...ég bara með smá bumbu og Eyrún með risa, enda alveg að fara að eiga... Það gengur annars bara mjög vel með litlu. Hún er alltaf voða vær og góð :) Það verður æðislegt þegar að hún fær loksins nafn þann 30.des! Ég get varla beðið :o) Annars ætlaði ég bara rétt að skrifa nokkrar línur. Ætla að fara að setja inn nokkrar myndir inn á barnaland. P.s frá og með miðvikudeginum verð ég með íslenska símanúmerið mitt..Endilega hafið samband ef þið hafið tíma til þess að hittast :o) |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|