--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 miðvikudagur, mars 19, 2008  

Thid verdid ad afsaka thessa færslu..Talvan er eitthvad ad strida mer og vill ekki skipta yfir i islenskt lyklabord thannig ad thad verdur bara ad hafa thad i thetta skiptid...

Nyjasta nytt i frettum hja okkur er ad yngsti fjölskyldumedlimurinn hefur verid veikur sidan a sunnudaginn. Greyid litla hefur litid sem ekkert sofid undanfarnar nætur, heldur hefur hun bara gratid ut i eitt..thad fer ekki a milli mala ad henni hefur lidid mjøg illa, enda er hun buin ad vera med háan hita nanast allann timann. Thad er svo erfitt ad horfa upp a thessi krili vera svona veik. Madur veit ekkert hvad madur getur gert fyrir thau nema ad halda a theim og reyna ad hugga thau. Eg er ad vona ad thetta se ad vera buid hja henni nuna, hun er allavega mun hressari i dag en hun hefur verid undanfarna daga...Hun sefur eins og er thessi elska og er mamman thvi ad nyta timann til thess ad skrifa sma a thessa blessudu sidu...

Á medan ad vid mædgur vorum inni útaf veikindunum kom snjóbylur her i Køben. Eg tok mynd ut um gluggann til ad eiga, thvi thetta er mjøg sjaldgæf sjon her i Dk...allavega i høfudborginni...Vid heldum nu ad vorid færi nu bradlega ad koma en thad er greinilega ekki alveg strax a leidinni..eg held nu samt ad eftir ca.manud verdi nu komid vor og farid adeins ad hlyna hja okkur...eg get nu ekki bedid eftir thvi :o) thad er svo skemmtilegur timi thegar sumarid er alveg ad fara ad koma :)

Af husinu er thad helst ad fretta ad Orri er buinn ad redda hinum ymsum græjum til thess ad nota i husinu yfir paskana, en thad litur bara alls ekki nogu vel ut thar sem ad thad er spad leidindarvedri. Hann ætladi ser ad nyta alla dagana til thess ad grafa i kringum husid en thad mun thvi midur ekki vera hægt ef spain mun haldast...en vid krossum fingur og vonum thad besta...Eins og thid sjaid a myndinni her til vinstri tha er hann byrjadur ad grafa i kringum husid...Pallurinn er nanast allur farinn og gardurinn er alveg i rust.

Thad voru tvær gamlar tre rætur a midjum grasblettinum sem hann fjarlægdi med grøfunni. Thetta voru engar sma rætur og eftir standa tvær risa holur a grasblettinum...Thad sest adeins i adra holuna a thessari mynd. En tre rotin var alveg i horninu a gardinum. Thessi mynd er tekin hinum megin vid husid. Tharna er buid ad grafa risa holu fyrir vvs gaurinn...ekki spurja afhverju hehe..er ekki alveg inni i thessu kloak og vvs malum. Og svo er Orri buinn ad jafna golfid ut nidri i kjallara.Thetta steypurusl er eftir thad. Sidan mun Orri grafa allt grasid i burtu og lækka yfirbordid svo ad thad se hægt ad stækka kjallaragluggana...

En nog um husid i bili..Eyrun er ad fara ad koma med hadegismat til okkar, veikindarlidsins. Hun ætlar ad koma med islensk hangikjøt og baunasalat sem hun var ad fa sent fra Islandi...nammi namm...thad fær madur nu sjaldan ;)

P.s thad er hægt ad stækka myndirnar med thvi ad klikka a thær :o)

Posted by: Sandra @ 11:11

miðvikudagur, mars 05, 2008  

Jæja...bara mánuður síðan síðast..iss...ég bara skammast mín...en ég get víst ekki lofað neinu því þá stend ég sennilega ekki við það....þessi heimasíða er ansi langt niðri á to do listanum mínum þessa dagana eða á ég að segja þessa mánuðina...

En allavega...Það er allt fínt að frétta af okkur. Það styttist í 10 ára afmæli hjá Alexander sem verður þann 1. apríl næstkomandi!! alveg ótrúlegt að hann skuli vera orðinn svona gamall. Hann er smátt og smátt að breytast í ungling eins og sjá má á myndunum inni á barnalandi. Hann er nú ekki mikið fyrir það að láta taka myndir af sér þannig að ég reyni mitt besta að smella nokkrum af honum þegar hann er í stuði og henda þeim beint inn á barnaland :)

Máney Mist er hress eins og hún á að vera. Hún er nú reyndar ekki alveg sátt við að Eysteinn skuli vera svona mikið hjá okkur á daginn. Það stekkur ekki á hana bros allan daginn, heldur horfir hún á hann voða alvarleg og fylgist vel með hvað hann er að gera hverju sinni. Frekar fyndið...
Við erum annars alltaf í ungbarnasundinu um helgar á meðan að Alexander er í Íslenskuskólanum í Jónshúsi.

Um daginn ákvað ég að bjóða nokkrum íslenskum stelpum heim til okkar í mömmuklúbb. Það tíðkast hér í dk að stunda mömmuklúbba sem ljósmóðirin setur saman. Ég veit ekki hvort að þetta sé gert á Íslandi. Við Máney erum í einum slíkum dönskum klúbb þar sem að mömmurnar í hópnum eru mun eldri en ég og ekki beint á sömu bylgjulengd...en það er í góðu lagi..Það er bara skemmtilegt að hittast aðra hvora viku og skiptast á ráðum og þess háttar...
En aftur að ísl.hópnum...Ég þekki nokkrar sem eignuðust börn á svipuðum tíma og Máney fæddist, þannig að ég ákvað bara að slá til og sjá hvort að þær hefðu áhuga á að hittast. Þær tóku mjög vel í þennan hitting þannig að við erum farnar að gera það að reglu að hittast einu sinni í viku...Sem er mjög gaman...Það er gaman að því hvað það er mikill munur á ísl.og dönsku grúbbunni..við náum mun betur saman í íslenska hópnum enda eigum við svo margt sameiginlegt og erum með sama bakgrunn...Danir eru náttúrulega bara mjög spes..

Það gengur annars hægt og rólega með húsið. Orri er að vinna mjög mikið og notar hann nánast allann sinn frítíma í húsinu. Það finnst mér erfitt. Alexander finnur líka fyrir því og erum við hálf vonlaus að vera svona mikið án hans. En þetta er bara tímabil sem lagast sennilega í sumar þegar við flytjum vonandi inn í húsið...ég er að reyna að vera bjartsýn því þetta er mun erfiðara en við bjuggumst við. Það er mjög mikið álag á okkur enda endalaust stress og áhyggjur sem koma upp í sambandi við þetta stóra verkefni. Það er nógu mikil vinna í því að vera með lítið barn og fjölskyldu og að vera í fullri vinnu...hvað þá að vera með heilt hús sem þarf að taka í gegn frá A til Ö...en við verðum bara að bíta á jaxlinn og horfa fram á veginn...það sem drepur okkur ekki styrkir okkur bara...

Posted by: Sandra @ 22:44
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4