[ Lífið í Køben ] | ||
|
Eyrún passaði Máney í gær og svo tók Orri við þegar að hann kom heim úr vinnu. Það tók nefnilega frekar langan tíma að taka hárið á mér í gegn, eða aðeins 6 klukkutíma!! þannig að ég var fyrst að koma heim kl.19:30 eftir að hafa setið á rassinum síðan um hádegisbilið...Þegar að Máney sá mömmu sína koma inn úr dyrunum byrjaði hún bara að gráta...hún var sko ekki sátt..enda vön að ég fari varla úr augnsýn. En hún verður víst að venjast þessu áður en ég byrja í skólanum. Við eigum því miður í þvílíkum vandræðum með að koma henni inn á vuggestue. Hún kemst að öllum líkindum ekki inn í sumar og er víst mjög erfitt að fá pössun fyrir hana því allar dagmömmur eru uppbókaðar. Ég verð að byrja í skólanum í haust, get helst ekki verið að fresta náminu um heilt ár í viðbót og Orri verður að vinna fyrir heimilinu...þannig að við erum í bobba. Ég var að tala við mömmurnar úr dönsku mömmugrúbbunni og þar komst ég að því að ekkert af börnunum eru komin með pláss! og við erum 5 í þessum hóp...alveg ótrúlegt...Þau svör sem við fáum frá kommúnunni er að við verðum bara að taka lengra frí eða þá að redda barnapíu til þess að passa fyrir okkur...en það er því miður ekki auðvelt :( Af húsinu er það að frétta að á mánudaginn er Orri kominn í 3ja vikna frí frá vinnu til að geta haldið áfram með húsið...Það verður því sett í fimmta gír og mun hann nota allann frítíma sinn til að vinna eins og brjálæðingur í kjallaranum... Að lokum verð ég að koma með smá update af veðrinu...því að sumarið er svo sannarlega komið hjá okkur :o) Það er spáð 28 stiga hita á morgun og 29 á sunnudaginn! púff...það verður sennilega of heitt fyrir litlu krílin...maður verður þá bara að reyna að halda sig í skugganum... Jæja Máney Mist er að vakna og ætlum við að drífa okkur út í sólina ;)
Pabbi er væntanlegur á morgun. Hann ætlar að hjálpa okkur með rafmagnið. Árni og Harpa koma svo á fimmtudaginn :) Svo að lokum langar mig bara til þess að segja ykkur frá því að sumarið er komið til okkar :o) ég brann á öxlunum í dag :/Það er spáð sól næstu daga og um 22 stiga hita þannig að það er eins gott að maður verði duglegur að bera á sig sólarvörn svo maður fari nú ekki að brenna meira... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|