--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 laugardagur, júní 28, 2008  

Ég hef undanfarið ekki alveg verið í stuði til þess að skrifa inn á þessa síðu, ég er löngu komin með nóg af henni, en ég þrjóskast við að skrifa inn á hana því að ég veit að það eru margir sem vilja fá að fylgjast með okkur....

Nýjasta nýtt hjá okkur er að Alexander er að fara að skipta um skóla. Við fundum skóla í hverfinu þar sem að húsið er og mun það aðeins taka hann um 10 mín að labba í skólann. Hinn skólinn sem hann var að hætta í sl.föst. er í ca. klukkutíma og korters fjarlægð frá húsinu. Þannig að hann væri að eyða um 2,5 tímum á dag til þess að fara í skólann og koma heim. Það er bara rugl...þannig að við ákváðum að kíkja á aðra möguleika. Ég er búin að vera mjög efins í marga mánuði hvort að við ættum að vera að láta hann skipta um skóla aftur, en á endanum ákvað ég að við yrðum að skoða þetta því það er ekki hægt að leggja það á hann að vera að ferðast svona mikið alla daga. Við fórum því á fund hjá skólastjóranum og Alexander leist það vel á skólann að hann vildi bara endilega byrja í haust. Ég var ekkert smá hissa þar sem að ég hélt að þetta myndi nú ekki alveg vera svona auðvelt...Hann var nefnilega búinn að segja mér það að hann vildi ekki skipta um skóla. Þannig að ég ákvað bara ekki að vera að pressa hann, heldur leyfa honum að ákveða þetta sjálfur. Eftir fundinn hafði ég samband við klúbbinn þar sem að allir krakkarnir úr nýja bekknum eru í eftir skóla. Yfirmaðurinn þar sagði mér að það væri erfitt að fá pláss þar sem að þetta væri mjög vinsæll klúbbur. Hann bætti því við að Alexander yrði sennilega látinn á biðlista en að hann þyrfti að skoða þetta mál betur og svo ætlaði hann að hafa samband aftur. Næsta dag hringir hann í mig og segir mér að starfsmennirnir hafi haldið fund um þetta mál og að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir ætluðu að láta Alexander fá pláss frá og með 18.ágúst!! Við vorum ekkert smá ánægð með þetta þar sem að það hefði nú ekki verið alveg ómögulegt ef hann hefði ekki komist inn, því þá yrði hann bara að hanga heima á daginn eftir skóla. Við fórum því að skoða klúbbinn, þar sem að við fengum algjört sjokk, þetta var alveg geggjaður klúbbur! allt til alls...borðtennisborð, 2 poolborð, stórt músíkherbergi(ekta fyrir hann), rollespil verkstæði, saumaverkstæði, "bar"(sem selur gos og nammi!!!úff...),Nintento Wii og Playstation herbergi, körfu-og fótboltavöllur og margt fleira. Alexander var alveg í skýjunum eftir að við vorum búin að vera þarna...Þannig að núna er hann rosa spenntur fyrir því að byrja í ágúst! ;) Frábært alveg....

Af hinum fjölskyldumeðlimunum er einnig allt gott að frétta. Máney Mist er farin að "skríða" út um allt. Hún dregur sig um á rassinum hehe..frekar fyndið. Svo er hún komin með 3 tennur og dafnar bara nokkuð vel þó hún sé voða fíngerð öll. Ég er orðin ansi stressuð yfir því að fá ekkert vuggestue-pláss fyrir hana í ágúst. Ég á að byrja í skólanum 1.sept og verðum við að vera búin að redda pössun fyrir hana fyrir þann tíma...þannig að við krossleggjum fingur..ég er með plan um að reyna að fara í hverri viku uppá skrifstofuna og ýta á þá...sakar ekki að reyna...

Orri er alltaf jafn duglegur í húsinu og að vinna alla virka daga. Það gengur bara nokkuð vel með kjallarann...Þetta er náttúrulega bara brjáluð vinna! Þessa dagana er hann að múra veggina. Mamma er að fara að koma í heimsókn þann 6.júlí og mun hún stoppa í viku hjá okkur. Ég ætla nú að reyna að hjálpa til í húsinu og fá hana til þess að passa eitthvað fyrir okkur...

Darri og Petra koma einnig 6.júlí og verða í Dk í tvær vikur. Funi og co.koma 5.júlí og verða í mánuð. Þau gista reyndar hvorug hjá okkur en það verður gaman að hitta þau öll :o)
Síðan ætlar Víðir bróðir að koma í byrjun ágúst og einhverntímann í ágúst kemur líka Gulla tengdamamma. Þannig að það verður nóg um að vera í sumar hjá okkur :o)

Svona í lokin er nú gaman að segja frá því að Hulda vinkona átti strák þann 26 júní :o) Þann dag varð Máney Mist 9 mánaða, þannig að það eru akkurat 9 mánuðir uppá dag á milli þeirra ;)

Posted by: Sandra @ 17:21

mánudagur, júní 02, 2008  

Það er búið að vera geggjað veður undanfarna daga. Við erum gjörsamlega búin að búa á ströndinni sem hefur verið ansi ljúft :) Þessi mynd var tekin í gær..ansi skemmtileg af okkur mægðunum....Í dag var örugglega um 30 stiga hiti og glampandi sól..það var aðeins of heitt fyrir Máneyju og Eystein, som voru bara sveitt þegar ég fór út að labba með þau..

Annars eru mamma og pabbi að fara að millilenda í köben í fyrramálið og ætlum við að koma mömmu á óvart með því að mæta út á völl og vera með þeim í tvo tíma eða svo...ansi stutt stopp hjá þeim..en smá stopp er betra en ekkert stopp :) Það verður rosa gaman að sjá aðeins framan í þau..ég veit að mamma verður rosa ánægð með að fá að sjá barnabörnin...enda ansi langt síðan að hún sá þau síðast...

Posted by: Sandra @ 22:54
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4