[ Lífið í Køben ] | ||
|
Viku áður en mamma kom tókum við næturgjafirnar út..Orri sá um Máney og ég svaf á sófanum á meðan...þannig var það í 5 nætur, síðan skiptum við og Orri var á sófanum því hann varð að fara að vinna aftur. Þegar að mamma kom var Máney með hita þar sem að tennurnar voru að riðjast niður, eða alls 3 tennur í einu og var sú stutta ekki alveg í essinu sínu þá dagana. Mamma fékk því að kynnast pirruðu barnabarninu sínu...og ekki skánaði það...Máney var eitthvað svo lystarlaus allan tímann að mamma var farin að hafa áhyggjur af því hvað hún borðaði lítið. Ég sagði við hana að þetta væri nú bara tímabil,hún væri nú ekki svona venjulega, ég var alveg viss um að þetta væru bara tennurnar. Svo á fimmtudeginum var hún alveg rosalega pirruð og ólík sjálfri sér þannig að við fórum með hana til læknis og viti menn, hún var komin með eyrnabólgu og hálsbólgu :( ekki skrítið að hún hafi verið pirruð, litla skottan hafði ekki sofið almennilega í 10 nætur! Þannig að hún var sett á pensillín. Sem betur fer er hún öll að koma til núna, farin að borða og hefur það fínt. Á miðvikudeginum fór ég að finna fyrir óþægindum á tungunni, ég hélt að ég hefði brennt mig á einhverju en mér fannst það frekar skrítið þar sem að ég mundi nú ekki eftir því. Svo líða dagarnir og alltaf versnar tungan. Alexander byrjaði síðan einnig að kvarta yfir því að vera orðinn aumur í tungunni...Ég spurði Orra og þá var hann líka farinn að finna fyrir smá óþægindum. Ég ákvað því að hringja í lækni og spurja hann hvort að það gæti verið að öll fjölskyldan væri komin með sýkingu í munni. Hann sagði þá að við værum að öllum líkindum komin með Hand-foot and mouth disease betur þekkt sem gin og klaufaveikina!!! Hehehehe....frekar fyndið! Við erum því búin að vera frekar out en sem betur fer erum við öll að lagast núna.... Svo að lokum er gaman að segja frá því að við höfum ákveðið að við munum flytja í húsið okkar þann 1. september!! :o) Það verður sennilega ekki allt tilbúið en við verðum bara að sætta okkur við það...bara að við séum loksins að fara að flytja í draumahúsið okkar er alveg frábært!!! Get ekki beðið eftir því að fara að pakka og flytja af kollegiinu og komast í helmingi stærra rými!! er algjörlega komin með nóg af plássleysinu hérna.... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|